Fótbolti: Höttur/Huginn úr leik í bikarnum

Höttur/Huginn er úr leik í bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 1-3 tap fyrir Ægi úr Þorlákshöfn í 32ja liða úrslitum keppninnar á Fellavelli í gærkvöldi.

Höttur/Huginn komst yfir strax á níundu mínútu þegar Rafael skoraði úr víti. Gestirnir jöfnuðu eftir rúman hálftíma og komust yfir snemma í seinni hálfleik. Föst leikatriði reyndust varnarmönnum Hattar/Hugins erfið eins og stundum fyrr.

Höttur fékk fín færi til að jafna og minnst í tvífang varði markvörður Ægis frábærlega. Þriðja mark gestanna kom svo fjórum mínútum fyrir leikslok.

Á mánudagskvöld vann BN Mána 5-2 í fjórðu deild karla á Norðfjarðarvelli. Dagur Þór Hjartarson kom BN yfir strax á þriðju mínútu, Filip Sakaluk skoraði annað á 33. mínútu og loks Víkingur Pálmason það þriðja eftir kortér í seinni hálfleik.

Fjögur mörk, tvö frá hvoru liði komu á 11 mínútna kafla í seinni hálfleik. Hákon Jónsson skoraði fyrst fyrir BN á 70. mínútu en Ingi Þór Sigurðsson setti tvö fyrir gestina áður en Filip Sakaluk skoraði fimmta mark BN og það síðasta í leiknum. Er þetta fyrsti sigur í sögu BN í Íslandsmóti.

Austfirsku kvennaliðin spila bæði á morgun. Einherji fær Gróttu í heimsókn meðan Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir heimsækir Grindavík.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.