Frjálsíþróttir: Tvenn gullverðlaun á Unglingameistaramóti innanhúss

Viktor Ívan Vilbergsson og Hafdís Anna Svansdóttir, keppendur frá UÍA, komu bæði heim með gullverðlaun í 800 metra hlaupi af Unglingameistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem haldið var í Hafnarfirði um síðustu helgi.

Viktor Ívan var í flokki 18-19 ára pilta. Hann hljóp 800 metrana á 2:11,55 mínútum. Hann tók einnig þátt í 400 metra hlaupi og varð þar þriðji á 55,81 sek.

Hafdís Anna keppti í flokki 15 ára stúlkna. Hún hljóp 800 metrana á 2:35,30 sek. Hún varð einnig önnur í 300 metra hlaupi á tímanum 44,49. Hún stökk einnig langstökk en endaði þar í sjöunda sæti.

Viktor Ívan er alinn upp hjá Leikni Fáskrúðsfirði en Hafdís Anna hjá Hetti.

Viktor Ívan, til hægri, ásamt Friðbirni Árna Sigurðssyni úr UÍA að loknu móti sumarið 2020. Mynd: Aðsend

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.