Frækinn sigur Þróttar

Kvennalið Þróttar vann í fyrrakvöld 3-2 sigur á HK í stórkostlegum leik í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í blaki í Neskaupstað. HK-ingar eru ríkjandi Íslands-, deildar- og bikarmeistarar.

 

ImageLeikurinn stóð í rúmar tvær klukkustundir og áhorfendur voru um tvö hundruð talsins.

Þróttur vann fyrstu hrinuna 25-17 en HK þá næstu 18-25. Þróttur leiddi lengst af í þriðju hrinu en HK jafnaði 23-23. Heimastúlkur sigu fram úr í lokin og unnu 26-24.

Kópavogsstúlkur snéru á móti fjórðu hrinunni sér í vil og vann 23-25. Í oddahrinunni var staðan jöfn, 9-9 en þá sigu Norðfirðingar fram úr á ný og unnu 15-11.

Þróttur tekur á móti Fylki um helgina. Leikið verður í kvöld klukkan 19:30 og á morgun klukkan 14:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.