Gengið frá ráðningu blakþjálfara hjá Þrótti

Blakdeild Þróttar hefur staðfest ráðningar þeirra Melero og Ramses Ballesteros sem þjálfara meistaraflokka félagsins næsta tímabil.

Báðir eru spænskir að uppruna en þekkja orðið ágætlega til blaksins í Neskaupstað eftir að hafa verið þar síðustu ár.

Melero hefur verið þar í fjögur ár. Kom fyrst til að spila með karlaliðinu, varð aðstoðarþjálfari kvennaliðsins og tók við þjálfun þess undir lok síðasta tímabils. Hann verður aðalþjálfari þess.

Ramses tekur við karlaliðinu sem hann spilaði með síðasta vetur. Hann hefur síðustu tvo vetur þjálfað hjá Leikni Fáskrúðsfirði.

Báðir spila áfram með karlaliðinu og koma að reynslu yngri flokka.

Í yfirlýsingu Þróttar segir að spenningur sé fyrir næsta vetri. Útlit sé fyrir að liðin verði blanda af reynsluboltum og yngri og efnilegum blökurum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.