Glíma: Fjölmörg verðlaun á Iceland Open

Keppendur UÍA, sem koma úr Val Reyðarfirði, unnu til fjölda verðlauna á fyrsta glímumóti ársins, Iceland Open. Keppt var bæði í íslenskri og skoskri glímu.

Fjórir keppendur voru frá UÍA á mótinu, þau Kristín Embla Guðjónsdóttir, Elín Eik Guðjónsdóttir, Hákon Gunnarsson og Snjólfur Björgvinsson.

Í glímukeppninni varð Elín Eik í 1. sæti unglingaflokki 14-16 ára í +64 kg flokki og í öðru sæti í +70 kg flokki 17-20 ára. Kristín Embla vann kvennaflokk +75 kg og opinn flokk.

Hákon varð í fyrsta sæti í unglingaflokki 17-20 ára +74 kg og vann karlaflokk +84 kg. Í opnum flokki varð hann annar. Snjólfur tók annað sætið í karlaflokki -84 kg, fjórða sæti í 17-20 ára unglingaflokki +74 kg og 5. sæti í opnum flokki.

Á mótinu var einnig keppt í backhold, skoskri glíma eða eins konar hryggspennu með reglum. Elín Eik vann ungmennaflokk kvenna 14-16 og unglingaflokk kvenna 17-20 ára auk þess að lenda í þriðja sæti í +75 kg flokki kvenna og opnum flokki.

Hákon og Snjólfur kepptu í unglingaflokki 17-20 ára en komust ekki í verðlaunaglímur eftir að hafa mæst í fyrstu umferð þar sem Hákon hafði betur. Hann náði hins vegar þriðja sætinu í opnum flokki karla.

Kristín Embla, fyrir miðju, með sigurlaun sín. Mynd: UMF Valur

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.