Glímukóngur og glímudrottning 2022 bæði úr UÍA

Þau Kristín Embla Guðjónsdóttir og Ásmundur Halfdán Ásmundsson eru glímudrottning og glímukóngur yfirstandandi árs en þau koma bæði frá UÍA.

Íslandsglíman fór fram um helgina á Reyðarfirði en þar mættust 15 keppendur úr fjórum mismunandi félögum og reyndu með sér á gólfinu fyrir framan góðan hóp af áhorfendum sem hvatti heimafólk mjög til dáða. Aðrir keppendur komu frá Glímufélagi Dalamanna, Ungmennafélags Njarðvíkur og Mývetningi en keppt var um Grettisbeltið í 111. skipti að þessu sinni og Freyjumenið í 22. skipti.

Kristín Embla og Ásmundur Halfdán voru einu keppendurnir sem unnið hafa Freyjumenið og Grettisbeltið áður og þann leik endurtóku þau bæði um helgina og tryggðu tvöfaldan sigur Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands. Kristín Embla bætti um betur og nældi sér jafnframt í fegurðarverðlaunin Rósina.

Mynd: Sigurvegararnir með verðlaun sín að móti loknu. Mynd AE

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.