Haustak í úrslit

Sveit Haustaks verður meðal tólf sveita sem keppa til úrslita á Íslandsmótinu í bridge. Fjörutíu sveitir tóku þátt í undankeppni mótsins um helgina en þar af voru þrjár austfirskar sveitir.

 

Sveitin varð í þriðja sæti í C-riðli með 151 stig. Hana skipa bræðurnir Pálmi, Guttormur og Stefán Kristmannssynir, Þorsteinn Bergsson og Magnús Ásgrímsson. Úrslitakeppnin fer fram í Reykjavík í lok apríl.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.