Hreinn Halldórsson afhenti verðlaun á Evrópumóti í frjálsíþróttum

hreinn_halldorsson.jpgHreinn Halldórsson, yfirmaður íþróttamannvirkja Fljótsdalshéraðs og einn öflugasti kúluvarpari sem Íslendingar hafa átt, afhenti nýverið verðlaun á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss.

 

Hreinn, sem varð Evrópumeistari árið 1977 í San Sebastian í Frakklandi afhenti verðlaun í kúluvarpi kvenna en mótið fór fram í París. Hann átti um tíma Íslandsmetið í kúluvarpi og komst í úrslit á Ólympíuleikunum í Moskvu árið 1980. Hann keppti á Evrópumótunum 1976 og 1981 auk mótsins í San Sebastian.

Með honum í för að þessu sinni var Lovísa dóttir hans. Hún vann fyrr í vetur ferð fyrir tvo á mótið og tók föður sinn með.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.