Hreinn Halldórsson afhenti verðlaun á Evrópumóti í frjálsíþróttum
Hreinn Halldórsson, yfirmaður íþróttamannvirkja Fljótsdalshéraðs og einn öflugasti kúluvarpari sem Íslendingar hafa átt, afhenti nýverið verðlaun á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss.
Hreinn, sem varð Evrópumeistari árið 1977 í San Sebastian í Frakklandi afhenti verðlaun í kúluvarpi kvenna en mótið fór fram í París. Hann átti um tíma Íslandsmetið í kúluvarpi og komst í úrslit á Ólympíuleikunum í Moskvu árið 1980. Hann keppti á Evrópumótunum 1976 og 1981 auk mótsins í San Sebastian.
Með honum í för að þessu sinni var Lovísa dóttir hans. Hún vann fyrr í vetur ferð fyrir tvo á mótið og tók föður sinn með.