Höttur hamraði Hamrana: Veit ekki hvað ég hef skorað mörg mörk úr aukaspyrnum

Höttur á enn fjarlæga von um að komast upp í 1. deild karla í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar þegar liðið burstaði Hamar 5-0 á Egilsstöðum. Fyrirliðinn Stefán Þór Eyjólfsson skoraði þrennu, þar af tvö mörk beint úr aukaspyrnum.

 

hottur_hamar_0005_web.jpg„Ég er ekki með það á hreinu hvað ég hef skorað mörg mörk beint úr aukaspyrnum í sumar, þau eru sjö eða átta,“ sagði Stefán í samtali við Agl.is eftir leikinn. Hann hefur skorað 14 mörk í 14 leikjum í sumar og er markahæstur í deildinni.

„Þetta snýst um sjálfstraust, að sjá boltann inni áður en maður hleypur að honum. Þegar maður hefur skorað einu sinni blossar það upp.“

Elvar Þór Ægisson skoraði hin mörkin tvö. Höttur hafði ekki áður unnið Hamar í 2. deild. „Hamarsliðið er gott en á það til að brotna skori andstæðingarnir á undan. Við lögðum upp með það og keyra svo yfir þá og það gekk upp.“

Höttur er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum á eftir BÍ/Bolungarvík sem er í öðru sæti. Liðin mætast á Ísafirði á laugardag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.