Höttur úr fallsæti með sigri á Ármanni

karfa_armann_hottur_0045_web.jpgHöttur Egilsstöðum og Ármann mættust í mikilvægum leik á Egilsstöðum í gærkvöldi þar sem Hattarmenn kvittuðu fyrir tapið gegn Ármenningum í fyrri umferðinni. Með sigrinum náði Höttur einnig innbyrðisviðureigninni á sitt vald og eru núna búnir að bæja sér frá botni 1. deildar um hríð.

 

Lokatölur á Egilsstöðum í kvöld voru 74-68 Hetti í vil þar sem Daniel Terrell og Viðar Örn Hafsteinsson voru báðir með 25 stig í liði Hattar. Hjá Ármenningum var Egill Vignisson með 23 stig.
 
Höttur er nú í 7. sæti deildarinnar með 6 stig en Ármann á botninum með 4.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.