Höttur upp um deild: Eins og leikurinn væri spilaður á Egilsstöðum
Höttur tryggði sér í dag sæti í 1. deild karla í knattspyrnu í fyrsta sinn þegar liðið vann fallið Árborgar 1-3 á Selfossi. Fjöldi Héraðsbúa mætti á völlinn og studdi dyggilega við bakið á sínu liði.
Hattarmenn komust yfir á 23. mínútu þegar Elvar Þór Ægisson kom Hetti yfir með skoti utan úr teignum. Þannig var staðan í hálfleik en eftir fimm mínútur í seinni hálfleik jöfnuðu heimamenn.
Elvar kom Hetti aftur yfir á 71. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti sem markvörður Árborgar varði. Anton Ástvaldsson tryggði síðan sigurinn á 78. mínútu þegar hann potaðu boltanum inn eftir að hann barst til hans á fjærstöng.
Fjöldi Héraðsbúa gerði sér far á Selfoss til að styðja liðið og sagði Agl.is að samsetningin áhorfenda hefði verið líkust því að leikurinn hefði farið fram á Vilhjálmsvelli.
Hagstæð úrslit annarra leikja, það er að Dalvík/Reynir skyldi tapa 7-3 fyrir Völsungi, þýða að Höttur komst upp um deild með sigrinum í dag. Fyrir lokaleikinn gegn Fjallabyggð um næstu helgi er liðið á toppnum en Tindastóll/Hvöt tapaði fyrir Fjallabyggð í dag.
Fjarðabyggð er um miðja deild eftir 1-0 sigur á Hamri í dag. Jóhann Ragnar Benediktsson skoraði sigurmarkið eftir klukkutíma leik.