Höttur upp um deild: Eins og leikurinn væri spilaður á Egilsstöðum

kff_hottur_17062011_0118_web.jpgHöttur tryggði sér í dag sæti í 1. deild karla í knattspyrnu í fyrsta sinn þegar liðið vann fallið Árborgar 1-3 á Selfossi. Fjöldi Héraðsbúa mætti á völlinn og studdi dyggilega við bakið á sínu liði.

 

Hattarmenn komust yfir á 23. mínútu þegar Elvar Þór Ægisson kom Hetti yfir með skoti utan úr teignum. Þannig var staðan í hálfleik en eftir fimm mínútur í seinni hálfleik jöfnuðu heimamenn.

Elvar kom Hetti aftur yfir á 71. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti sem markvörður Árborgar varði. Anton Ástvaldsson tryggði síðan sigurinn á 78. mínútu þegar hann potaðu boltanum inn eftir að hann barst til hans á fjærstöng.

Fjöldi Héraðsbúa gerði sér far á Selfoss til að styðja liðið og sagði Agl.is að samsetningin áhorfenda hefði verið líkust því að leikurinn hefði farið fram á Vilhjálmsvelli.

Hagstæð úrslit annarra leikja, það er að Dalvík/Reynir skyldi tapa 7-3 fyrir Völsungi, þýða að Höttur komst upp um deild með sigrinum í dag. Fyrir lokaleikinn gegn Fjallabyggð um næstu helgi er liðið á toppnum en Tindastóll/Hvöt tapaði fyrir Fjallabyggð í dag.

Fjarðabyggð er um miðja deild eftir 1-0 sigur á Hamri í dag. Jóhann Ragnar Benediktsson skoraði sigurmarkið eftir klukkutíma leik.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.