Körfubolti: Bleikir Hattarar burstuðu ÍA – Myndir

Höttur er nú eina ósigraða liðið í fyrstu deild karla í körfuknattleik, en liðið vann ÍA með 40 stiga mun á Egilsstöðum á föstudagskvöld. Ágóði af leiknum og bleikum búningum heimaliðsins renna til fjölskyldu konu sem nýverið lést úr krabbameini.

Viðbúið var að á brattann yrði að sækja fyrir ÍA sem hafði fyrir leikinn tapað öllum sínum viðureignum. Það kom fljótt á daginn.

Í hvert sinn sem Höttur náði að keyra upp hraðann í leiknum dró duglega í sundur með liðunum og var Höttur 29-13 yfir eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta var leikur Hattar hægari meðan Skagaliðinu tókst að spila á sínum styrkleikum, stórum mönnum inni í teig og varð munurinn minnstur 45-40. Höttur skoraði þó síðustu tólf stig hálfleiksins.

Í seinni hálfleik yfirkeyrði Höttur gestina og urðu lokatölurnar 114-74. Ekki auðveldar stöðu ÍA að Davíð Magnússon sína aðra tæknivillu fyrir tuð og þar með bann í næsta leik.

Tim Guers var stigahæstur hjá Hetti með 25 stig en Spánverjararnir David Guardia og Juan Luis tóku báðir 11 fráköst. David skoraði að auki 16 stig og Juan Luis 11.

Höttur, Sindri og Haukar hafa öll unnið fimm leiki en Höttur er hefur leikið einum leik færra.

Höttur lék í bleikum búningum í tilefni af bleikum október. Búningarnir voru boðnir upp á meðan leik stóð og seldust allir. Ágóði af leiknum rennur til fjölskyldu Birnu Bjarkar Reynisdóttur kennara á Egilsstöðum, en hún lést nýverið eftir baráttu við krabbamein.

Þá tók körfuknattleiksdeildin í hálfleik á móti vél sem sendir boltann í hendur leikmanna á skotæfingum. Vélin var gefin af MVA og vígði framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Stefán Vignisson, hana. Eftir leik fengu síðan yngri iðkendur og aðrir áhugasamir að prófa hana.

Höttur féll hins vegar úr leik í bikarkeppninni í gærkvöldi fyrir öllu erfiðri andstæðing, úrvalsdeildarliði Grindavíkur á útivelli. Hetti vegnaði vel í byrjun og var yfir eftir fyrsta leikhluta, 23-24 en staðan í hálfleik var 43-41.

Snemma í þriðja leikhluta náði heimaliðið tíu stiga forskoti sem það gaf aldrei eftir. Eftir þann leikhluta var staðan 68-59 og lokatölurnar 86-74.

Guers var aftur stigahæstur, að þessu sinni með 28 stig og Arturo Fernandez með 20.

Karfa Hottur Ia Bleikir 0005 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0013 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0017 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0026 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0034 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0043 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0049 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0052 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0058 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0063 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0083 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0092 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0100 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0114 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0135 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0149 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0176 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0181 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0186 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0189 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0198 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0199 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0209 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0213 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0216 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0235 Web
Karfa Hottur Ia Bleikir 0238 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.