Körfubolti: Ekkert breytt út af venjunni í undirbúningnum

Allir leikmenn Hattar eru heilir og klárir fyrir kvöldið þegar spilar í fyrsta sinn í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Vals.

„Undirbúningurinn síðustu daga hefur gengið vel. Við höfum ekkert breytt út frá því sem við erum vanir heldur höldum okkar rútínu.

Dagurinn í dag er eins og venjulega. Við flugum suður í morgun og vorum að klára skotæfingu í Garðabæ. Við saman nú í hádeginu og síðan fara menn í rólegheit eða annað sem þeir eru vanir að gera fyrir leik,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.

Hann segir alla leikmenn liðsins heila og klára í leikinn, sem hefst klukkan 20:00 í kvöld. „Stemmingin er góð, menn eru spenntir og mikil tilhlökkun.“

Mikil eftirvænting er meðal stuðningsfólks Hattar, bæði hafa Héraðsbúar drifið sig suður en brottfluttir ætla einnig að fjölmenna. Yfir 200 manns hafa bókað sig í Minigarðinn þar sem stuðningsfólk hittist til að hita upp fyrir leik frá klukkan 16:00. Búist er við að hópurinn færi sig síðan upp í Laugardalshöll um klukkustund fyrir leik.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.