Orkumálinn 2024

Körfubolti: Höttur kláraði Hamar í fyrsta leikhluta

Höttur afgreiddi Hamar 63-98 í fyrstu deild karla í körfuknattleik um helgina. Úrslitin voru ráðin eftir fyrsta leikhluta.

Eftir að staðan hafði verið 13-19 eftir um fimm mínútna leik skoraði heimaliðið ekki fleiri stig í leikhlutanum en Höttur 21 svo staðan varð 13-40.

Eftir þetta má segja að úrslitin hafi verið ráðin. Höttur slakaði reyndar verulega á í öðrum leikhluta, skoruðu ekki nema sex stig en á móti skoraði Hamar ekki nema ellefu svo hálfleikstölurnar urðu 30-46.

Í seinni hálfleik herti Höttur tökin á ný, var yfir 50-71 eftir þriðja leikhluta og kláraði leikinn 63-98.

David Guardia var stigahæstur með 19 stig. Tim Guers náði tvöfaldri þrennu, skoraði 17, átti 10 stoðsendingar og tók 12 fráköst. Allir leikmenn Hattar á skýrslu komu við sögu og skoruðu, meðal annars þeir Sigurjón Trausti G. Hjarðar og Jóhann Gunnar Einarsson sem léku síðustu tvær og hálfa mínútuna. Sigurjón Trausti skoraði tvö stig en Jóhann Gunnar henti niður þriggja stiga skoti.

Síðasti heimaleikur Hattar í deildinni er í kvöld gegn Fjölni. Leikurinn skiptir Hött litlu máli, liðið er fast í öðru sætinu. Fjölnir þarf hins vegar stig í baráttu við Sindra og Álftanes um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.