Körfubolti: Nítján stiga sigur á Skallagrími

Höttur vann Skallagrím 104-85 þegar liðin mættust á Egilsstöðum í fyrstu deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld.

Höttur hafði undirtökin svo að segja allan leikinn, enda nokkur munur á liðunum í deildinni. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 26-17 en annar leikhluti var nokkuð jafn. Í hálfleik munaði aðeins þremur stigum, 43-40.

Í þriðja leikhluta sigldi Höttur örugglega fram úr og var yfir að honum loknum 71-59. Það hélt áfram í þeim fjórða og lokatölurnar, sem fyrr segir, 104-85.

Tim Guers var stigahæstur hjá Hetti með 27 en Arturo Fernandez skoraði 25.

Höttur er nú í öðru sæti deildarinnar með 38 stig. Lengi var liðið á toppnum en sú mynd var skökk þar sem liðið hafði leikið töluvert fleiri leiki en Haukar. Nú hefur Hafnarfjarðarliðið unnið upp sína leiki og gott betur, nú á Höttur leik til góða. Haukar hafa 42 stig á toppnum.

Höttur á næst ÍA á heimavelli á fimmtudagskvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.