Körfubolti: Tæplega tuttugu stiga tap í Njarðvík

Höttur tapaði í gærkvöldi 109-90 fyrir Njarðvík þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Þrátt fyrir tölurnar var Höttur inni í leiknum allt fram á síðustu mínútuna.

Liðin skiptust aðeins á forustu í fyrsta leikhluta en eftir góðan sprett í lok fyrsta leikhluta var Njarðvík komin í 30-20. Þá forustu lét heimaliðið aldrei af hendi þótt það slakaði á klónni og Höttur berðist áfram.

Fyrir miðjan annan leikhluta minnkaði Höttur muninn í 35-31 en þá fjaraði fljótt undan aftur og Njarðvík var yfir 49-37 í hálfleik.

Aftur kom Höttur muninum niður í fjögur stig, 56-56 í þriðja leikhluta en góður kafli Njarðvíkur undir lokin, þar af fimm stig á síðustu mínútunni, skilaði vænu 79-61 forskoti fyrir síðasta leikhlutann.

Tíu stig þykja viðráðanlegur munur í körfubolta og Hetti tókst af harðfylgni að koma forskotinu nokkrum sinnum undir það í síðasta leikhlutanum, til að mynda niður í 98-90 þegar ein og hálf mínúta var eftir. Þá komu ekki fleiri stig frá Hetti en ellefu frá Njarðvík.

Tim Guers var stigahæstur hjá Hetti með 21 stig. Adam Eiður Ásgeirsson, sem alinn er upp í Njarðvík, setti niður 17 og Obi Trotter 16.

Höttur er í 8. – 9. sæti deildarinnra með 10 stig. Næst er mikilvægur heimaleikur gegn Þór Þorlákshöfn sem er í 10. – 11. sæti með ÍR með sex stig.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.