Körfuboltinn byrjar í kvöld: Tveir nýir Kanar með Hetti

karfa_hottur_thorak_0056_web.jpgHöttur tekur á móti Skallagrími í fyrsta leik vetrarins í fyrstu deild karla í körfuknattleiks í íþróttahúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Tveir nýir Bandaríkjamenn þreyta þá frumraun sína með Hattarliðinu.

 

Bandaríkjamennirnir eru báðir 27 ára gamlir. Annars vegar um að ræða bakvörðinn Michael Sloan, sem meðal annars hefur leikið í Venesúela og Kína. Hins vegar Trevon Bryan, 209 cm miðherja sem á að baki feril í Úrúgvæ, Búlgaríu, Síle og Japan.

Þá er Akureyringurinn Bjarki Oddsson, sem verið hefur einn af lykilmönnum Þórs, kominn til liðsins og verður með liðinu í kvöld. Leikmenn úr tíunda flokki félagsins, sem varð bikarmeistari í fyrra, fá væntanlega einnig sín tækifæri í vetur enda þjálfari þeirra þar, Viðar Örn Hafsteinsson, tekinn við meistaraflokki.

Þá er Frosti Sigurðsson, sem lék með Hetti í úrvalsdeildinni 2005-6 snúinn heim eftir nám. Hann verður einnig aðstoðarþjálfari liðsins í vetur.

Leikurinn hefst klukkan 18:30.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.