Kristján Kröyer aftur í öðru sæti

Kristján B. Kröyer Þorsteinsson frá Hallormsstað tók um helgina þátt í vaxtaræktar og fitnessmótinu, Reykjavík Grand Prix 2010, sem haldið var í Háskólabíói í Reykjavík. Kristján varð þar í öðru sæti líkt og á Íslandsmótinu á Akureyri á dögunum.

ahar_034.jpgKristján tók þátt í keppni í flokknum Classic Bodybuilding Men +180 cm.  Í þessari keppni fór röðun í keppnisflokka eftir hæð manna.

Í þremur efstu sætunum urðu annars, Kristján Geir Jóhannesson í fyrsta sæti og Trausti Falkvard Antonsson í því þriðja.

Nánar um keppnina HÉR

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.