Kristján Kröyer í öðru sæti í Fitness

Kristján B. Kröyer Þorsteinsson frá Hallormsstað varð í öðru sæti á íslandsmótinu í Fitness sem haldið var á Akureyri nú um páskana.

ahar_494.jpgKristján Kröyer sem vann þessa keppni fyrir tveimur árum varð annar nú. Íslandsmeistari varð Gauti Már Rúnarsson frá Ólafsfirði, sem einnig sigraði á síðasta ári og í þriðja sæti varð Skagfirðingurinn Kristján Geir Jóhannesson sem var í fjórða sæti í fyrra.

Að sögn Kristjáns Kröyers er töluverður tími síðan hann fór að taka í lóð og hafa áhuga á Fitness, en það eru um það bil þrjú ár síðan hann fór að taka þetta af alvöru, alvöru sem skilaði honum Íslandsmeistaratitli í greininni fyrir tveimur árum.

,,Þetta var 10 mánaða undirbúningstímabil fyrir Íslandsmeistaramótið nú, ég léttist um 20 kíló við að skera mig niður í keppnishæft ástand fór úr 110 kílóum niður í 90 kíló á því tímabili", sagði Kristján.

Fram kemur vef Fitness frétta að Fitnessflokkur karla hafi aldrei verið sterkari en nú og líklega hafi aldrei sést jafn sterkur fitnessflokkur karla á sviði og að þessu sinni.  ,,Átta keppendur voru mættir til leiks, hver öðrum betri og allir vel undirbúnir. Gauti Már sigraði með minnsta mögulega mun og varði þannig titil sinn þetta árið. Kristján Kröyer varð annar og Kristján Geir Jóhannesson var þriðji", segir í frétt á fitness.is.


 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.