Myndir: Riffilkeppni hjá SKAUST
Skotmót fór fram á skotsvæði SKAUST í Þuríðarstaðadal í blíðskaparveðri í gær. Keppt var í 3 flokkum á 100 og 200 metra færum.
Keppendur voru 11 í óbreyttum flokki veiðiriffla, 4 í flokki breyttra veiðiriffla og 5 í flokki Bench Rest riffla. Flestir keppendur voru heimamenn en þó komu tveir af Norðurlandinu til að taka þátt..
Skyttan.is gaf verðlaun í efstu sætin og HS Tókatækni bauð upp á grillaðar pylsur og gos í hádeginu til að létta keppendum lundina.
Nánari upplýsingar er að finna á vef skotfélagsins, www.skaust.net.
Úrslit í Hunter Class SKAUST 04.06.2011
Óbreyttir veiðirifflar 100 metrar:
1. sæti Guðmundur Bergsson 224 stig og 3x
2. sæti Baldur Reginn Jóhannsson 221 stig og 1x
3. sæti Þórður Ívarsson 218 stig og 1x
Óbreyttir veiðirifflar 200 metrar:
1. sæti Ingvar Ísfeld 208 stig
2. sæti Dagbjartur Jónsson 206 stig
3. sæti Þórður Ívarsson 157 stig
Breyttir veiðirifflar 100 metrar:
1. sæti Hjalti Stefánsson 234 stig og 3x
2. sæti Ingvar Ísfeld 222 stig og 2x
3. sæti Bjarni Haraldsson 216 stig og 1x
Sérsmíðaðir Bench Rest rifflar 100 metrar:
1. sæti Hjalti Stefánsson 246 stig og 7x
2. sæti Dagbjartur Jónsson 244 stig og 6x
3. sæti Baldur Reginn Jóhannsson 244 stig og 3x
Sérsmíðaðir Bench Rest rifflar 200 metrar:
1. sæti Hjalti Stefánsson 238 stig og 3x
2. sæti Dagbjartur Jónsson 232 stig og 2x
3. sæti Egill Steingrímsson 231 stig og 3x
Myndir: Hjalti Stefánsson