Neisti bikarmeistari Austurlands

neisti_sundmeistarar.jpgLið Neista hampaði stigabikar UÍA í sundi á bikarmóti sambandsins fram fram fór á Djúpavogi um seinustu helgi. Níutíu keppendur frá fimm félögum mættu til leiks á mótið sem ætlað var iðkendum 17 ára og yngri.

 

Neisti fékk 504 stig, lið Sindra varð annað með 205 stig og sunddeild Hattar hafnaði i þriðja sæti með 170 stig.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir stigahæstu stráka og stelpu lið. Í strákaflokki sigraði Neisti með 177 stig og urðu strákar úr Sindra í öðru sæti með 64 stig.

Í stelpnaflokki fór lið Neista einnig með sigur af hólmi og nældi sér í 285 stig en Sindrastelpur höfnuðu í öðru sæti með 123 stig.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.