Obie Trotter til Hattar

Körfuknattleikslið Hattar, sem spilar í úrvalsdeild karla næsta vetur, hefur fengið til sín reynslumikinn leikstjórnanda fyrir átökin.

Obie Trotter er 38 ára gamall, 188 cm hæð. Hann er fæddur í Bandaríkjunum en með ungverskt vegabréf.

Hann gerði atlögu að því að komast inn í NBA deildina árið 2006 en var ekki valinn í nýliðavalinu. Hann flaut þess í stað yfir Atlantshafið og lenti í Þýskalandi. Hann hefur síðan leikið í tíu Evrópulöndum til viðbótar, síðast með Alicante á Spáni.

Obie fékk ungverskt vegabréf sumarið 2011 og á að baki nokkra landsleiki þar. Hann er væntanlegur til Egilsstaða um miðjan ágúst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.