Setti brautarmet á Tour de Ormurinn

„Þetta var aðeins öðruvísi en ég átti von á því ég gerði ráð fyrir að við myndum hjóla hratt allan tímann og þetta yrði dálítið samvinna en svo fékk ég góða keppni frá frönskum hjólreiðamanni sem var mjög sterkur og við vorum að reyna að slíta okkur frá hvor öðrum,“ segir Þorbergur Ingi Jónsson, sem setti brautarmet í hjólreiðakeppninni Tour de Ormurinn sem fram fór fyrir skömmu.

Þorbergur er öllu þekktari fyrir að vera einn fremsti utanvegahlaupari landsins en fyrir hjólreiðar en í viðtali í þættinum Að austan á N4 segir Þorbergur að hjólreiðar fari býsna vel saman við hlaupin.

„Ég hef aðeins verið að prófa mig áfram í hjólreiðunum því það fer vel saman við hlaupin. Ég hef verið að glíma við meiðsli undanfarið og hjólið hefur alveg bjargað mér. Ég hef getað stundað það meira en hlaupin og að hlaupa upp brekkur og hjóla upp brekkur er nánast það sama finnst mér.“

Að austan sem hóf göngu sína á N4 fyrir helgina tekur fyrir viðburði af Austurlandi en þátturinn verður reglulega á dagskrá í haust og vetur. Umfjöllun um Tour de Orminn má sjá í heild sinni hér að neðan.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.