SKAUST Íslandsmeistari í blandaðri liðakeppni
Skotíþróttafélag Austurlands (SKAUST) varð nýverið Íslandsmeistari innanhúss í blandaðri liðakeppni með sveigboga.Haraldur Gústafsson og Guðný Gréta Eyþórsdóttir skipuðu lið SKAUST sem einnig setti stigamót í flokki 50+ með 1040 stig. SKAUST átti eldra met, 1021 stig sett í nóvember í fyrra.
Haraldur setti einnig Íslandsmet í flokki karla 50 ára og eldri með sveigboga og skoraði 552 stig. Hann átti metið sjálfur, sett á Evrópumeistaramótinu í síðasta mánuði. Honum mistókst þó að verja Íslandsmeistaratitil sinn en hann varð að gera sér silfur að góðu eftir úrslitaviðureign.
Guðný Gréta náði í brons í kvennaflokki eftir að hafa unnið sína viðureign. Þriðji keppandi SKAUST, Daníel Baldursson varð í fjórða sæti. Daníel sem er aðeins 17 ára keppti í fullorðinsflokki.