SKAUST Íslandsmeistari í blandaðri liðakeppni

Skotíþróttafélag Austurlands (SKAUST) varð nýverið Íslandsmeistari innanhúss í blandaðri liðakeppni með sveigboga.

Haraldur Gústafsson og Guðný Gréta Eyþórsdóttir skipuðu lið SKAUST sem einnig setti stigamót í flokki 50+ með 1040 stig. SKAUST átti eldra met, 1021 stig sett í nóvember í fyrra.

Haraldur setti einnig Íslandsmet í flokki karla 50 ára og eldri með sveigboga og skoraði 552 stig. Hann átti metið sjálfur, sett á Evrópumeistaramótinu í síðasta mánuði. Honum mistókst þó að verja Íslandsmeistaratitil sinn en hann varð að gera sér silfur að góðu eftir úrslitaviðureign.

Guðný Gréta náði í brons í kvennaflokki eftir að hafa unnið sína viðureign. Þriðji keppandi SKAUST, Daníel Baldursson varð í fjórða sæti. Daníel sem er aðeins 17 ára keppti í fullorðinsflokki.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.