Íslandsglíman: Myndir og viðtöl

islandsgliman_0913_web.jpg Austfirskir glímumenn komust í fyrsta skipti á verðlaunapall í Íslandsglímunni sem haldin var á Reyðarfirði í byrjun apríl. Agl.is var á staðnum og fangaði stemmninguna.

 

Ragna Jara Rúnarsdóttir varð þriðja í glímunni um Freyjumenið. Hún sagðist ekkert endilega hafa sett stefnuna á þann árangur fyrir mótið.

„Mig langaði að koma og keppa í heimabænum því ég vissi að það kæmu margir að styðja okkur. Að sjálfsögðu vill maður alltaf ná í menið,“ sagði Ragna sem háði úrslitaglímur um verðlaunasætið. „Ég var orðin þreytt í þeim glímum. Það voru mjög sterkar stelpur á móti mér.“

Marín Laufey Davíðsdóttir, úr HSK, hampaði Freyjumeninu. Hún verður sextán ára í maí en þetta er hennar fyrsti sigur í keppninni.

„Ég stefndi að því að komast í verðlaunasæti og var búin að leggja hart að mér til að ná því en ég átti ekki von á að vinna. Ég ætla reyna að halda áfram eins lengi og ég get.“

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson varð í þriðja sæti í glímunni um Grettisbeltið. Hann setur markið hátt fyrir framtíðina.

„Ég átti alls ekki von á þessu en það þýðir ekkert að hætta hér. Ég ætla að vinna beltið, helst strax á næsta ári.“

Menið endaði í höndum Péturs Eyþórssonar, Ármanni í sjötta skipti. „Ég setti mér það markmið fyrir þremur árum að ná Ingibergi Sigurðssyni sem vann sjö sinnum. Mig vantar því eitt í viðbót.“

Hann þurfti þó að hafa fyrir sigrinum. Yngri frændi hans, Bjarni Gunnarsson úr Mývetningi lagði hann í keppninni sjálfri. Í úrslitaglímunni var samt aldrei spurning um hver ynni.

„Ég klúðraði þessu á móti honum í fyrri glímunni. Ég vissi að mér dygði jafntefli og var því ekki í sóknarhug. Það kom aftan að mér. Það var mikið sjokk að liggja fyrir honum. Hann er samt þrælgóður og það var engin niðurlæging að tapa fyrir honum.“

islandsgliman_0603_web.jpgislandsgliman_0611_web.jpgislandsgliman_0622_web.jpgislandsgliman_0634_web.jpgislandsgliman_0637_web.jpgislandsgliman_0648_web.jpgislandsgliman_0655_web.jpgislandsgliman_0657_web.jpgislandsgliman_0662_web.jpgislandsgliman_0669_web.jpgislandsgliman_0682_web.jpgislandsgliman_0501_web.jpgislandsgliman_0526_web.jpgislandsgliman_0527_web.jpgislandsgliman_0554_web.jpgislandsgliman_0558_web.jpgislandsgliman_0560_web.jpgislandsgliman_0570_web.jpgislandsgliman_0570_web.jpgislandsgliman_0593_web.jpgislandsgliman_0132_web.jpgislandsgliman_0171_web.jpgislandsgliman_0163_web.jpgislandsgliman_0185_web.jpgislandsgliman_0187_web.jpgislandsgliman_0212_web.jpgislandsgliman_0215_web.jpgislandsgliman_0262_web.jpgislandsgliman_0251_web.jpgislandsgliman_0307_web.jpgislandsgliman_0311_web.jpgislandsgliman_0345_web.jpgislandsgliman_0275_web.jpgislandsgliman_0299_web.jpgislandsgliman_0320_web.jpgislandsgliman_0321_web.jpgislandsgliman_0357_web.jpgislandsgliman_0364_web.jpgislandsgliman_0377_web.jpgislandsgliman_0390_web.jpgislandsgliman_0393_web.jpgislandsgliman_0399_web.jpgislandsgliman_0416_web.jpgislandsgliman_0422_web.jpgislandsgliman_0440_web.jpgislandsgliman_0449_web.jpgislandsgliman_0471_web.jpgislandsgliman_0473_web.jpgislandsgliman_0479_web.jpgislandsgliman_0487_web.jpg

islandsgliman_0001_web.jpgislandsgliman_0013_web.jpgislandsgliman_0014_web.jpgislandsgliman_0022_web.jpgislandsgliman_0024_web.jpgislandsgliman_0028_web.jpgislandsgliman_0033_web.jpgislandsgliman_0032_web.jpgislandsgliman_0054_web.jpgislandsgliman_0074_web.jpgislandsgliman_0103_web.jpgislandsgliman_0080_web.jpgislandsgliman_0108_web.jpgislandsgliman_0126_web.jpg islandsgliman_0689_web.jpgislandsgliman_0693_web.jpgislandsgliman_0696_web.jpgislandsgliman_0701_web.jpgislandsgliman_0704_web.jpgislandsgliman_0707_web.jpgislandsgliman_0724_web.jpgislandsgliman_0737_web.jpgislandsgliman_0746_web.jpgislandsgliman_0747_web.jpgislandsgliman_0753_web.jpgislandsgliman_0757_web.jpgislandsgliman_0766_web.jpgislandsgliman_0772_web.jpgislandsgliman_0785_web.jpgislandsgliman_0788_web.jpgislandsgliman_0806_web.jpgislandsgliman_0829_web.jpgislandsgliman_0834_web.jpgislandsgliman_0837_web.jpgislandsgliman_0842_web.jpgislandsgliman_0861_web.jpgislandsgliman_0867_web.jpgislandsgliman_0882_web.jpgislandsgliman_0896_web.jpgislandsgliman_0902_web.jpgislandsgliman_0927_web.jpgislandsgliman_0933_web.jpgislandsgliman_0956_web.jpgislandsgliman_0958_web.jpgislandsgliman_0965_web.jpgislandsgliman_0981_web.jpgislandsgliman_0987_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.