Starfsári Bridgesambands Austurlands lokið

Starfsári Bridgesambands Austurlands lauk laugardaginn 1. maí síðastliðinn.  Þann dag lauk Austurlandsmóti í sveitakeppni sem haldið var á Vopnafirði með þátttöku 6 sveita.

Bridge.  Mynd sigaðSveit Suðurfjarðamanna sigraði á Austurlandsmótinu, en sveitina skipuðu, Björn Hafþór Guðmundsson, Óttar Ármannsson, Ævar Ármannsson, Magnús Valgeirsson og Jónas Ólafsson.
Í öðru sæti varð Sláturfélag Vopnfirðinga, þá sveit skipuðu Þórður Pálsson, Svanur Arthúrsson, Kristján Magnússon, Gauti Halldórsson og Þorsteinn Þorgeirsson.
Í þriðja sæti varð sveitin Já Sæll frá Borgarfirði eystra, þá sveit skipuðu Bjarni Sveinsson, Skúli Sveinson, Kári Borgar Ásgrímsson og Jón Bjarki Stefánsson.


Aðalfundur BSA var haldinn við sama tækifæri og var stjórn sambandsins endurkjörin, en hana skipa Jón H Guðmundsson forseti, Óttar Ármannsson gjaldkeri, Magnús Valgeirsson ritari og Þorsteinn Bergsson meðstjórnandi.
Sambandið hefur haldið mörg mót á liðnum vetri, paratvímenning, aðaltvímenning, Einmenningskeppni, jólatvímenning, úrtökumót í sveitakeppni, hraðsveitakeppni, bikarkeppni og loks Austurlandsmót í sveitakeppni.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.