Þrjár að austan í blaklandsliðinu

Þrír leikmenn, aldir upp í Þrótti í Neskaupstað, eru í íslenska kvennalandsliðinu sem tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins.

Leikmennirnir eru þær María Rún Karlsdóttir, Tinna Rut Þórarinsdóttir og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir. María og Tinna spila í dag með Aftureldingu en Valdís með KA. Þá þjálfaði þjálfarinn Borja Gonzales Þrótt áður.

Liðið spilaði í vikunni í Svartfjallalandi. Leikurinn komst í fréttirnar hér þar sem hluti hópsins fékk matareitrun úr menguðu vatni á hótelinu. Leikurinn tapaðist 3-0, sem og fyrsti leikurinn gegn Tékkum. Þriðji leikurinn er í Finnlandi á morgun.

Íslenska liðið leikur síðan gegn þessum liðum á heimavelli í byrjun september.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.