Þrjú í yngri landsliðshópum í körfuknattleik

Þrír leikmenn frá Hetti hafa verið valdir í æfingahópa yngri landsliða í körfuknattleik. Austfirðingar eiga einnig fulltrúa í unglingalandsliðum í knattspyrnu og blaki.

Tilkynnt var um æfingahópa Körfuknattleikssambandsins, sem koma saman í desember, í gær. Frá Hetti eru kölluð til æfinga Brynja Líf Júlíusdóttir í U-15 ára stúlkna, Vignir Steinn Stefánsson í U-15 ára drengja og Viktor Óli Haraldsson í U-16 ára drengja.

Freyja Karín Þorvarðardóttir úr Þrótti Neskaupstað æfði nýverið með U-19 ára landsliði kvenna í knattspyrnu. Leikjum liðsins gegn Svíum var hins vegar aflýst þar sem Svíarnir hættu við komu sína til landsins vegna stöðu Covid-faraldursins hérlendis. Nýverið var tilkynnt um að hún myndi næsta sumar leika með Þrótti Reykjavík. 

Þá á Þróttur einnig fjóra leikmenn í unglingalandsliðunum í blaki sem valin voru eftir æfingabúðir á Húsavík um síðustu helgi. Liðin fara í desember til Danmerkur og spila þar í forkeppni Evrópumótsins.

Í U-17 ára landsliðinu kvenna eru þær Hrefna Ágústa Marinósdóttir, Amalía Pálsdóttir Zoega og Erla Marín Guðmundsdóttir en Jakob Kristjánsson er í U-18 ára drengja.

Freyja Karín Þorvarðardóttir var valin í U-19 ára landslið kvenna í knattspyrnu nýverið. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.