Toppslagur í körfuboltanum

Toppslagur verður í fyrstu deild karla í körfuknattleik annað kvöld þegar Höttur tekur á móti Haukum.

Höttur er í efsta sætinu, sem gefur beint sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Liðið er með 26 stig eftir fimmtán leiki. Haukar eru hins vegar í öðru sæti, tveimur stigum á eftir en eiga leik til góða. Hafnfirðingar unnu fyrri leik liðana í Hafnarfirði. Það er annar af tveimur tapleikjum Hattar á leiktíðinni.

Covid-faraldurinn hefur riðlað leikjafyrirkomulagi deildarinnar verulega. Höttur var um tíma í þriðja sæti en átti þá fjölda leikja inni. Liðið hefur nú unnið upp leikina og mætti Hamri á heimavelli á mánudagskvöld. Sá leikur vannst örugglega 119-63.

Vegna faraldursins fá engir áhorfendur að mæta í salinn. Leikurinn verður hins vegar sýndur beint á Höttur TV. Leikurinn hefst klukkan 19:15.





Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.