Tveir snúa aftur til Hattar

Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar og Gísli Þórarinn Hallsson hafa báðir samið við um að spila með Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á næstu leiktíð. Samanlagt eiga þeir um 200 leiki fyrir félagið þótt þeir hafi ekki spilað með því síðustu ár.

Benedikt spilaði um 100 leiki á árunum 2012-16 og var síðastnefnda árið útnefndur íþróttamaður Hattar. Hann hélt síðan suður til náms í kjötiðn en spilaði á námsárunum þrjá vetur hjá Þór í Þorlákshöfn. Með liðinu varð hann Íslandsmeistari vorið 2021.

Hann tók sér frí frá körfunni síðasta vetur, utan þess að hann spilaði rúma mínútu í sigri Hattar á Sindra í janúar.

Þar mætti hann sínum gamla félaga, Gísla, sem nú hefur einnig skipt yfir í Hött. Gísli er alinn upp hjá Sindra en lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Hött árið 2015. Hann spilaði með liðinu í þrjár leiktíðir, alls um 70 leiki.

Hann snéri síðan aftur í uppeldisfélag sitt og hefur spilað þar síðar. Síðasta vetur spilaði hann alls 29 leiki og var með yfir níu stig að meðaltali í leik.

Gísli og Benedikt ásamt Sigríði Sigurðardóttur, gjaldkera körfuknattleiks Hattar. Mynd: Höttur 


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.