Tveir snúa aftur til Hattar
Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar og Gísli Þórarinn Hallsson hafa báðir samið við um að spila með Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á næstu leiktíð. Samanlagt eiga þeir um 200 leiki fyrir félagið þótt þeir hafi ekki spilað með því síðustu ár.Benedikt spilaði um 100 leiki á árunum 2012-16 og var síðastnefnda árið útnefndur íþróttamaður Hattar. Hann hélt síðan suður til náms í kjötiðn en spilaði á námsárunum þrjá vetur hjá Þór í Þorlákshöfn. Með liðinu varð hann Íslandsmeistari vorið 2021.
Hann tók sér frí frá körfunni síðasta vetur, utan þess að hann spilaði rúma mínútu í sigri Hattar á Sindra í janúar.
Þar mætti hann sínum gamla félaga, Gísla, sem nú hefur einnig skipt yfir í Hött. Gísli er alinn upp hjá Sindra en lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Hött árið 2015. Hann spilaði með liðinu í þrjár leiktíðir, alls um 70 leiki.
Hann snéri síðan aftur í uppeldisfélag sitt og hefur spilað þar síðar. Síðasta vetur spilaði hann alls 29 leiki og var með yfir níu stig að meðaltali í leik.
Gísli og Benedikt ásamt Sigríði Sigurðardóttur, gjaldkera körfuknattleiks Hattar. Mynd: Höttur