Tvenn bronsverðlaun á Meistaramóti í frjálsíþróttum

Tveir keppendur UÍA komu heim með bronsverðlaun af Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem haldið var í Kaplakrika um helgina.

Birna Jóna Sverrisdóttir stórbætti sinn besta árangur þegar hún kastaði 4 kg sleggju 41,06 metra. Áður hafði hún lengst kastað slíkri sleggju 36,1 metra.

Birna var í brasi framan af keppni, fyrstu fimm köstin voru ógild en hún negldi á það í sjöttu og síðustu umferð. Það skilaði henni í þriðja sætið.

Birna, sem er fædd er árið 2007, var yngsti keppandi í riðlinum. Þótt árangurinn væri glæsilegur var hún fjarri sigurvegaranum, Elísabet Rut Rúnarsdóttur úr ÍR, sem setti mótsmet með að kasta 62,3 metra.

Hinn austfirski keppandinn var Viktor Ívan Vilbergsson sem var þriðji í 800 metra hlaupi á tímanum 2:12,99. Hann var tveimur sekúndum frá sínum besta tíma. Um tíu sekúndur voru frá honum í tvo fremstu menn en álíka fjarlægð í þá sem voru næstir á eftir.

Birna Jóna í keppninni um helgina. Mynd: Frjálsíþróttasamband Íslands 


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.