UÍA maður setti Íslandsmet á Vilhjálmsvelli

stokkmot_uia_0041_web.jpgAtli Geir Sverrisson, Hetti, setti Íslandsmet í sleggjukasti á frjálsíþróttamóti sem UÍA hélt á Vilhjálmsvelli í seinustu viku. Atli Geir kastaði þar 2 kg sleggju 29,93 metra en hann keppir í flokki 11-12 ára. Hann átti sjálfur metið en hann kastaði 27,83 í lok júní.

 

Mótið var hið þriðja í mótaröð frjálsíþróttaráðs UÍA í sumar en á því var að auki keppt í stökkgreinum og boðhlaupi. Á mótið komu keppendur frá Eyjafjarðarfélögunum UMSE og UFA.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.