Ungmennafélag Íslands í útbreiðsluferð á Austurlandi

,,Hugmyndin er að efla samstarf Ungmenna og Íþróttasambands Austurlands og sveitarfélaga á Austurlandi er varða hagsmuni alls fólks í samfélaginu".

umfi_uia.jpgUngmennafélag Íslands er að kynna starfsemi sína á Austurlandi þessa dagana, farið var í tvo aðra landshluta fyrir áramót en kynningarherferðin stendur fram á vor.

Nú í dag er fundað ásamt Ungmenna og Íþróttasambandi Austurlands með sveitarstjórnum Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar.

Fundað verður á morgun með unglingalandsmótsnefnd vegna 14. Unglingalandsmóts UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina nú í sumar komandi.

Fyrir liggur að Ungmennafélag Íslands mun á næstunni auglýsa eftir mótshöldurum fyrir unglingalandsmótin árin 2013 og 2014.  Fram kom áhugi hjá forsvarsmönnum UMFÍ að UÍA mundi sækja um unglingalandsmótið 2014 ásamt þá Fjarðabyggð, en visir að góðri aðstöðu til þess er fyrir hendi nú þegar til dæmis á Eskifirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar