Valdís Kapitola valin blakkona ársins

Valdís Kapitola Þorvarðardóttir úr Neskaupstað hefur verið blakkona ársins af Blaksambandi Íslands.

Valdís, sem er 22ja ára gömul, ólst upp hjá Þrótti í Neskaupstað en gekk til liðs við KA á Akureyri árið 2019. Með liðinu vann hún alla þrjá titla sem í boði voru hérlendis síðasta vetur.

Hún var kosin maður leiksins í úrslitum bikarkeppninnar og besti frelsingi úrvalsdeildarinnar síðasta vetur vor.

Hún spilaði sex leiki með A-landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins í haust og lék þar stórt hlutverk í móttöku og varnarlínu liðsins. Í tilkynningu Blaksambandsins segir enn fremur að Valdís sé til fyrirmyndar, innan vallar sem utan.

Valdís í leik með Þrótti vorið 2018.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar