Valinn í landsliðið í mótórkrossi

hjalli_jons_web.jpgHjálmar Jónsson, Akstursíþróttafélaginu START hefur verið valinn í íslenska landsliðið í mótórkrossi. Bæði hann og yngri bróðir hans hafa náð frábærum árangri á Íslandsmótinu í sumar.

 

Hjálmar verður í íslenska landsliðinu sem tekur þátt í heimsmeistarakeppni landsliða, MXON, um miðjan næsta mánuð. Keppnin verður í Denver, Colorado í Bandaríkjunum. Hjálmar keppir í opnum flokki (MX Open), þeim sama og hann keppir í í Íslandsmótinu, en þrír efstu í keppninni voru valdir í landsliðið.

Yngri bróðir Hjálmars, Björgvin Jónsson, varð í öðru sæti í unglingaflokki í Íslandsmótinu í sumar en hann vann tvö mót á tímabilinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.