Körfubolti: Stjörnusigur lyfti Hetti upp í þéttan pakka
Höttur er komið í hóp fjögurra liða sem eru jöfn inn í síðustu sætin í úrslitakeppni úrvalsdeildar karlar í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ á föstudagskvöld. Úrslitin réðust í framlengingu þar sem Höttur spilaði frábærlega.Blak: Öruggur sigur og svekkjandi tap í Neskaupstað
Í gær fóru fram tveir leikir í úrvalsdeild karla og kvenna í blaki í Neskaupstað. Leikirnir áttu að fara fram á laugardaginn en þeim var frestað vegna veðurs. Karlalið Þróttar Fjarðabyggðar tók á móti liði Stálúlfs og unnu leikinn 3-0 með yfirburðum. Kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar tók á móti liði Álftanes sem var fyrir leikinn í öðru sæti deildarinnar en leikurinn endaði í oddahrinu og fór 3-2 fyrir Álftanes.
Blak: Þróttur Fjarðabyggð í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins um helgina
Bæði karla- og kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar keppa í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins um helgina. Karlalið Þróttar Fjarðabyggðar mætir liði KA á útivelli. Kvennaliðið mætir Blakfélagi Hafnarfjarðar, liði úr neðri deild, einnig á útivelli.