Höttur mætir Val í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik, en dregið var í hádeginu. Þjálfari Hattar segir það undir liðinu komið að sýna af sér hörku til að komast áfram.
Kvennalið Þróttar vann um helgina góðan 3-0 sigur á Þrótti Reykjavík í úrvalsdeild kvenna í blaki. Karlaliðið varð undir gegn efsta liðinu, Hamri. Leikið var í Neskaupstað.
Höttur vann í gærkvöldi sinn fjórða sigur í úrvalsdeild karla á leiktíðinni þegar liðið skellti Breiðabliki 91-69 á Egilsstöðum í gærkvöldi. Vendipunktur leiksins var í öðrum leikhluta.
Austurland hefur á síðustu misserum í fyrsta sinn eignast knattspyrnudómara sem búa á svæðinu með réttindi til að dæma í efstu deild karla. Þeir fara á nýju ári í sérstakar þjálfunarbúðir hjá Knattspyrnusambandi Evrópu (UEFA) fyrir efnilega dómara.
Höttur tapaði í gærkvöldi sínum þriðja leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið lá 87-91 fyrir Grindavík á heimavelli. Hattarliðið var langt frá sínu besta í leiknum.
Karlalið Hattar varð í gærkvöldi fyrst austfirskra liða til að tryggja sér sæti í undanúrlitum bikarkeppninnar í körfuknattleik. Liðið vann KR í undanúrslitum á útivelli 93-94 þar sem heimamenn fengu síðasta skot leiksins. Þjálfari Hattar segir spennandi að takast á við nýtt verkefni.
Lið Þróttar í úrvalsdeild karla í blaki vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni um helgina þegar það lagði Stál-Úlf 1-3. Kvennaliðið tapaði hins vegar fyrir Álftanesi.