„Þetta var aðeins öðruvísi en ég átti von á því ég gerði ráð fyrir að við myndum hjóla hratt allan tímann og þetta yrði dálítið samvinna en svo fékk ég góða keppni frá frönskum hjólreiðamanni sem var mjög sterkur og við vorum að reyna að slíta okkur frá hvor öðrum,“ segir Þorbergur Ingi Jónsson, sem setti brautarmet í hjólreiðakeppninni Tour de Ormurinn sem fram fór fyrir skömmu.
Tæplega þrjátíu pör eru mætt til Borgarfjarðar eystra þar sem bridgemót til minningar um Skúla Sveinsson verður haldið um helgina. Í bland við spilamennskuna verða sagðar sögur af Skúla.
Riðlakeppni fjórðu deildar karla og deildarkeppni annarrar deildar kvenna lauk um helgina. Framundan eru úrslitakeppnir þar. Karlalið Einherja fór taplaust í gegnum riðilinn.
Karlalið Einherja er í góðri stöðu eftir 0-3 sigur á Árborg í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum fjórðu deildar karla í knattspyrnu. KFA náði í mikilvæg stig í botnbaráttu annarrar deildar meðan Ægir stöðvaði sigurgöngu Hattar/Hugins.
Höttur/Huginn virðist hafa tryggt tilveru sína í annarri deild karla í knattspyrnu ár í viðbót eftir 0-5 sigur á KFA í Fjarðabyggðarhöllinni í gærkvöldi. Allt gekk upp hjá gestunum en ekkert hjá heimaliðinu sem voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Spánverjinn Matheus skoraði tvö mörk og lagði upp tvö.
Lið Hattar/Hugins í annarri deild karla í knattspyrnu hefur nú leikið níu leiki í röð án ósigurs meðan lið Knattspyrnufélags Austfjarða er komið leiðinlega nærri fallsvæðinu.
Freyðivínshlaup verður ræst við tjaldsvæðið á Reyðarfirði í dag. Aðstandendur hlaupsins segjast hafa efnt til eigin viðburðar þar sem þeir eigi erfitt með að sækja slíkan viðburð í Reykjavík. Engin tímataka er í hlaupinu heldur áhersla á að allir komist í mark á sínum forsendum.