Kristín Salín Þórhallsdóttir, fyrirlið bikarmeistara Þróttar í blaki,
segist ekki hafa spilað spennuþrungnari leik en bikarúrslitaleikinn gegn
HK í dag. Þróttur lagði ríkjandi bikarmeistarana eftir æsilega
oddahrinu.
Lið UÍA hampaði um helgina Íslandsmeistaratitli í unglingaflokki í glímu
eftir þriðju og seinustu umferð Íslandsmótsins sem glímd var á
Ísafirði. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson vann til gullverðlauna í flokki
+80 kg flokki unglinga á mótinu og fjöldi annarra glímumanna sambandsins
fóru heim með verðlaun.
Um 130 keppendur voru skráðir til keppni á Björnsmótinu á Skíðum sem
haldið var í Stafdal um seinustu helgi. Aðeins var keppt í svigi þar
sem aflýsa þurfti keppni í stórsvigi vegna veðurs.
Þróttur Neskaupstað varð í dag bikarmeistari kvenna í blaki eftir 3-2
sigur á HK í úrslitaleik í Laugadalshöll. Þróttur vann fyrstu tvær
hrinurnar en gaf eftir og þurfti að hafa fyrir sigrinum í æsilegri
oddahrinu.
Lið Hattar fékk Goðaskjöldinn fyrir framkomu sína utan og innan vallar á
Goðamótinu sem fram fór á Akureyri fyrir skemmstu. Þangað fóru lið í 5.
og 6. flokki kvenna sem kepptu í flokki B-liða.
Kvennatölt var haldið laugardaginn 5. mars í nýbyggðri reiðhöll
hestamannafélagsins Blæs á Norðfirði, en það er fyrsta mótið sem haldið
er í húsinu. Það voru Blæsfélagarnir Steinar Gunnarsson og Guðbjartur
Hjálmarsson sem áttu veg og vanda að mótinu.
Kvennalið Þróttar Neskaupstað spilar um helgina í úrslitum
bikarkeppninnar í blaki. Möguleikar liðsins verða að teljast góðir í
ljósi þess að það er í efsta sæti deildarkeppninnar.
Hreinn Halldórsson, yfirmaður íþróttamannvirkja Fljótsdalshéraðs og einn
öflugasti kúluvarpari sem Íslendingar hafa átt, afhenti nýverið verðlaun
á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss.
Höttur tapaði i gærkvöldi lokaleik sínum i fyrstu deild karla í
körfuknattleik gegn Þór fra Akureyri 98-125 en liðin mættust á
Egilsstöðum. Þjálfari liðsins segir að byggja verði upp breiðari hóp
fyrir næstu leiktíð.