Um síðustu helgi urðu tveir ungir Austfirðingar bikarmeistarar í blaki með liði sínu Marienlyst-Fortuna í bikarkeppninni í Danmörku. Það eru þeir Þórarinn Örn Jónsson og Galdur Máni Davíðsson en báðir hafa spilað með liði Þróttar í Neskaupstað stærstan hluta ferilsins.
Viktor Ívan Vilbergsson og Hafdís Anna Svansdóttir, keppendur frá UÍA, komu bæði heim með gullverðlaun í 800 metra hlaupi af Unglingameistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem haldið var í Hafnarfirði um síðustu helgi.
Höttur tapaði á laugardagskvöld þriðja leik sínum í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið lá 83-86 fyrir Þór Þorlákshöfn á heimavelli. Þór hafði forustuna allan leikinn en Hetti tókst að hleypa spennu í hann undir lokin.
Á laugardaginn síðastliðinn tóku lið Þróttar Fjarðabyggðar á móti KA í tveimur æsispennandi heimaleikjum í úrvalsdeildum kvenna og karla í blaki. Fyrir leikinn voru lið KA sigurstranglegri en lið Þróttar mættu ákveðinn til leiks og gáfu ekkert eftir. Karlaleikurinn var spennandi og mikil barátta um stigin en Þrótturum tókst að tryggja sér sigur er leiknum lauk 3-1 og nældu sér í mikilvæg 3 stig. Kvennaleikurinn endaði í 5 hrinum, og endaði leikurinn 2-3 KA konum í vil. Þróttarstúlkur fengu því 1 stig úr leiknum og KA stúlkur fengu 2 stig með sér heim.
Bryan Alberts, 28 ára skotbakvörður, mætti á sína fyrstu æfingu með úrvalsdeildarliði Hattar í körfuknattleik karla í gærkvöldi. Vonast er til að leikheimild verði gefin út fyrir hann síðar í dag þannig hann geti spilað með liðinu í næsta leik gegn Þór Þorlákshöfn.
Keppendur UÍA, sem koma úr Val Reyðarfirði, unnu til fjölda verðlauna á fyrsta glímumóti ársins, Iceland Open. Keppt var bæði í íslenskri og skoskri glímu.