Höttur tapaði 82-79 fyrir Íslandsmeisturum Vals í körfuknattleik karla þegar liðin mættust í úrvalsdeildinni á föstudagskvöld. Höttur var yfir þegar rúm mínúta var eftir.
Kvennalið Þróttar vann sinn fyrsta leik í vetur þegar það lagði Aftureldingu í oddahrinu á laugardag. Karlaliðið tók líka á móti Mosfellsbæjarliðinu en tapaði að sama skapi í oddahrinu.
Bretinn David Haze setti nýverið sitt áttunda heimsmet á róðrarbretti þegar hann réri eftir Leginum um miðjan október. Róðurinn reyndi verulega á þar sem vindurinn snerist á miðri leið.
Katar, sem heldur heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu, er að flatarmáli aðeins örlítið minna en það landssvæði sem Múlaþing og Fjarðabyggð ná sameiginlega yfir.
Foreldrar barna á Eskifirði telja vænlegra að byggja nýtt íþróttahús á staðnum frekar en lappa upp á núverandi aðstöðu sem verið hefur til mikilla vandræða að undanförnu, einkum vegna leka. Kallað er eftir aðgerðum til að tryggja að heilsu barna sé ekki ógnað í húsinu. Sveitarfélagið segir vatnslagnir í veggjum hafa gefið sig.
Á ýmsu hefur gengið í samskiptum körfuknattleiksdeildar Hattar við Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) undanfarin áratug. Bæði hafa Hattarar verið ósáttir við reglur um erlenda leikmenn auk þess sem aðkomulið hafa skrópað í leiki á Egilsstöðum án haldbærra skýringa.
Stjarnan batt í gærkvöldi enda á þriggja leikja sigurgöngu Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með 89-92 í framlengdum leik á Egilsstöðum. Hattarliðið sýndi ótrúlega hörku með að knýja fram framlengingu sem kallaði fram jákvæðari viðbrögð hjá þjálfara þess en við flestum tapleikjum.