Höttur/Huginn er úr leik í bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 1-3 tap fyrir Ægi úr Þorlákshöfn í 32ja liða úrslitum keppninnar á Fellavelli í gærkvöldi.
Keppni í E riðli fjórðu deildar karla í knattspyrnu hefst í kvöld með Austfjarðaslag Boltafélags Norðfjarðar og Einherja. Atgangur hefur verið í félagaskiptum leikmanna síðustu dagana en frestur til að skipta um lið rann út á miðnætti.
Einherji og Spyrnir hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í E riðli fjórðu deildar karla í knattspyrnu í sumar. KFA náði í sitt annað stig í sumar og Linli Tu heldur áfram að skora fyrir Fjarðabyggð/Hött/Leikni.
Aðalstjórn Hattar segist vilja vinna úr umræðu um áform um breytt fyrirkomulag á æfingum barna í 1. og 2. bekk næsta vetur með hagsmuni félagsins að leiðarljósi. Harðvítugar deilur hafa blossað upp um verkefnið síðustu vikur.
Ríkjandi bikarmeistarar kvenna í knattspyrnu, Breiðablik, kemur austur til að leika við Fjarðabyggð/Hött/Leiki í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu. Þjálfari liðsins segir spennandi en erfitt verkefni framundan.
Nýliðar Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu eru efstar í deildinni eftir fyrstu tvær umferðirnar og Linli Tu markahæst í deildinni. Spyrnir vann sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu þegar liðið snéri aftur til keppni þar eftir fjórtán ára fjarveru.
Höfundur: Magni Harðarson/Gunnar Gunnarsson • Skrifað: .
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir er komið í 16 liða úrslit bikarkeppni kvenna í knattspyrnu eftir 4-0 sigur á Völsungi frá Húsavík í Fjarðabyggðarhöllinni í gærkvöldi.