Kvennalið Þróttar hafði þriðja sæti úrvalsdeildar kvenna í blaki af HK með tveimur 3-0 sigrum á Kópavogsliðinu í Neskaupstað um helgina. Karlaliðinu gekk ekki jafn vel.
Kvennalið Þróttar sýndi mikla seiglu er það snéri við frekar vonlausri stöðu og vann Álftanes í oddahrinu í úrvalsdeildinni í blaki um helgina. Liðin mættust tvisvar á Álftanesi.
Daníel Baldursson úr Skotfélagi Austurlands varð um helgina Íslandsmeistari með trissuboga í flokki karla 18 ára og yngri á Íslandsmóti ungmenna um helgina.
Þrír leikmenn frá Hetti hafa verið valdir í æfingahópa yngri landsliða í körfuknattleik. Austfirðingar eiga einnig fulltrúa í unglingalandsliðum í knattspyrnu og blaki.
Briddsspilarar á Austurlandi ætla að spila lengur en venjulega í kvöld í minningu Kristjáns Kristjánssonar, sem löngum var áhrifamaður í briddslífi Austurlands.
Karlalið Þróttar í blaki tapaði 0-3 heima fyrir toppliði Hamars í úrvalsdeild um síðustu helgi. Liðin mættust í Neskaupstað. Leikurinn var þó jafnari en tölurnar gefa til kynna.
Höttur er nú eina ósigraða liðið í fyrstu deild karla í körfuknattleik, en liðið vann ÍA með 40 stiga mun á Egilsstöðum á föstudagskvöld. Ágóði af leiknum og bleikum búningum heimaliðsins renna til fjölskyldu konu sem nýverið lést úr krabbameini.