Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði og Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar (KFF) hafa gert með sér samkomulag um að senda sameiginlegt lið til keppni í Íslandsmóti karla næsta sumar. Samkomulag um það var undirritað í dag.
Nýskipaður samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs kynnir starfsemi sína fyrir austfirskum íþrótta- og æskulýðsfélögum á fundi á Egilsstöðum í dag.
Íþróttafélagið Höttur á alls þrjá fulltrúa í úrvalshóp Frjálsíþróttasambands Íslands og U-16 ára landsliði kvenna í knattspyrnu. Þróttur á tvo fulltrúa í U-17 ára landsliðunum í blaki.
Allur ágóði af leik Hattar gegn ÍA í fyrstu deild karla í körfuknattleik í kvöld mun renna til fjölskyldu konu á Egilsstöðum sem lést nýverið eftir baráttu við krabbamein. Sérstakir búningar heimaliðsins verða einnig boðnir upp.
Höttur vann sinn þriðja sigur í fyrstu deild karla í körfuknattleik í röð þegar liðið lagði Álftanes 88-84 þegar liðin mættust á Egilsstöðum á föstudagskvöld.
Blaklið Þróttar Neskaupstað eru bæði í þriðja sæti í efstu deildum Íslandsmótsins í blaki eftir fyrstu þrjá leikina. Gæfa þeirra var misjöfn um helgina.