Ný hlaupaleið, Fílalagið og Kiddi Soð

Um helgina fer fram sannkölluð hlauparahátíð við Borgarfjörð eystri. Mótshaldarar bjóða nú upp á þriðju hlaupaleiðina og metnaðarfyllstu dagskrá til þessa.

Lesa meira

Knattspyrna: Einherji skoraði sjö mörk gegn KH

Síðustu vikur hafa verið úrkomusamar á Austurlandi og á laugardag rigndi mörkum þegar Einherji vann KH í annarri deild kvenna í knattspyrnu. Knattspyrnufélag Austfjarða er eitt þriggja liða sem er enn ósigrað á Íslandsmótinu í knattspyrnu.

Lesa meira

Nýjungar á Sumarhátíð UÍA

UÍA stendur fyrir árlegri Sumarhátíð í samstarfi við Síldarvinnsluna. Áhersla er lögð á að kynna íþróttastarfsemina á svæðinu með árlegum dagskrárliðum ásamt nýjum sem ekki hafa sést undanfarin ár. Þátttökugjaldið er ekkert og þátttakendur hafa ótakmarkaða skráningu.

Lesa meira

Keppni í nákvæmni

Skotfélag Austurlands (SKAUST) hélt um síðustu helgi sitt fyrsta Íslandsmót á vegum Skotsambands Íslands þegar keppt var í riffilskotfimi í klösum á félagssvæði þess við Þuríðarstaði á Eyvindarárdal.

Lesa meira

Víkingurinn hefst á morgun

Aflraunakeppnin Víkingurinn hefst á morgun þegar sterkustu menn landsins halda í ferðalag um suðurströndina, austfirði og enda svo á Breiðdalsvík. Keppt verður í fjórum sveitarfélögum alls undir stjórn Magnúsar Ver Magnússonar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.