Byggt á sönnum atburðum?

keli larÞeir sem þekkja Hrafnkel Lárusson, fyrrverandi héraðsskjalavörð með meiru, vita að hjá honum sannast hið fornkveðna að oft ratast kjöftugum satt orð á munn.

Í það minnsta fór svo að það tísti verulega í mörgum yfir stöðuuppfærslu hans á facebook-síðu sinni nú fyrir helgina sem hljóðaði svo:


„Þjóðleikhúsið tekur brátt til sýninga verk sem heitir Harmsaga og er eftir Mikael Torfason núverandi ritstjóra hjá 365. Nú veit ég lítið meira um verkið en þetta. En svo ég geti mér til um efnið (sjálfum mér og kannski öðrum til skemmtunar) þá dettur manni fyrst í hug að þetta sé dramatískt verk sem fjalli um atgervisflótta, hnignun og síðar endanlegt hrun fréttastofu stórs fjölmiðils.“

Margir skemmtu sér yfir þessu og fram kom það sjónarmið að það færi vel á því að Mikael einbeitti sér fyrst og fremst að sínu nánasta umhverfi í listsköpun, því ekki er hægt að segja að staðkunnáttu hans sé viðbrugðið þegar kemur að því sem fjær er. Þetta vita Borgfirðingar...

Mynd: Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.