Þrek og tár og bæ!

david thor jonsson webSéra Davíð Þór Jónsson, héraðsprestur í Austurlandsprófastdæmi, er afbragðs skáld og hagyrðingur auk þess að vera landsfrægur grínisti. Og nú hefur hann tekið að sér að lagfæra gömul mistök í dægurlagatextum.

Það var trúbadorinn góðkunni Svavar Knútur sem hóf umræðu á Facebook-síðu sinni um hið gamalkunna lag Þrek og tár, sem er erlent en texti eftir Guðmund Guðmundsson. Hefur hann ýmislegt við efni þess að athuga og segir meðal annars:

„Gamall og góður vinur reynir að peppa upp vinkonu sína til að njóta kvöldsins saman.
Konan svarar með biturleika, leiðindum og sjálfsvorkunn.

Vinurinn reynir að benda á að enn sé nógur tími og gleði til að njóta. Hún sé falleg og æðisleg í hans augum.

Gellan svarar með dásamlega hrokafullum dólg. Segir að hann skilji ekki né þekki "hjartans mál". Málið dautt.

Mér finnst vanta svona "jæja fokkaðu þér þá vanþakkláta og hrokafulla fýlukerling. Ég finn einhvern sem nennir að lifa lífinu án þess að hreyta í mig ömurleika," vers í endann.“

Um þetta innlegg Svavars spunnust hressilegar umræður, en það var að lokum framangreindur Davíð Þór Jónsson sem tók að sér að semja „hið týnda erindi“ samkvæmt ábendingu Svavars. Og hljómar það svona, að sjálfsögðu sungið undir laginu sem við þekkjum svo vel og bætist við upprunalega textann sem má sjá með því að smella hér:

Hann:
Heldur vil ég hafa gleði‘í sinni,
hugsa‘um það sem gott og fagurt er.
Ekki vil ég ævi verja minni
í að sleikja fýluna úr þér.
Ég er húsbóndi míns eigin anda,
ákveð hvort ég grenja eða hlæ.
Þoli ekki lengur þennan fjanda.
Þessu nenni ég sko ekki, bæ.

Og svo ráða menn auðvitað hvort menn syngja lagið með eða án viðbótar héðan af. En Tístið vill meina að þetta sé að minnsta kosti afar vel gert hjá skáldprestinum knáa.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.