Forspátt ljóðskáld

ingunn snaedal webLjóðskáldið Ingunn Snædal vakti mikla athygli um helgina þegar hún tók mynd af rútu, fullri í ferðamönnum sem sumir höfðu gert þarfir sínar í bakgarðinum á æskuheimili hennar á Skjöldólfsstöðum.

En nú hefur komið í ljós að Ingunn var nokkuð forspá um atburðinn í ljóðum sínum. Í bók hennar „Þráhyggjusögur" frá árinu 2013 er ljóð um ferðamenn sem nota garð foreldra hennar sem útiklósett.

Og stóra spurningin er svo hvort ljóðið, ort með kynngimögnuðu jökuldælsku tungutaki, innihaldi frekar vísbendingar um aðgerðir af hálfu hennar, en það er svohljóðandi:

sveitabær við þjóðveg

sveitin er ekki vörumerki
sauðirnir ykkar
þaðan af síður
er garður foreldra mína
útiklósett fyrir ferðalanga
úr borginni

gagnstætt því sem margir halda
eru jarðir bænda ekki
sameign allra landsmanna

eins og refsinorn
kem ég æðandi með garðslönguna
nema þið hysjið upp um ykkur

eða viljið þið frekar að
ég komi og kúki í garðinn ykkar
í smáíbúðahverfinu

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.