Að vera bjargað úr kvennaklefanum

Baðferðir á Egilsstöðum þykja með sérstæðara móti þessa dagana eftir að ferðamenn fóru í kalda sturtu á Söluskálaplaninu fyrir viku þar sem þeir böðuðu sig en ekki bílinn. Ferð vikunnar gerist reyndar í sundi og er þar um að ræða tvo Egilsstaðabúa.


Í sjálfu sér er ekkert fréttnæmt við að tveir karlmenn á Egilsstöðum fari saman í sund, nema fyrir að það fáir virtust á ferli að enginn kom inn í búningsklefann meðan þeir höfðu sig til.

Vinirnir slökuðu á góða stund í heita pottinum sundlauginni þar til annar springur úr hlátri og segir félaga sínum að þeir séu búnir að koma sér í vond mál. Hinn skildi ekkert hvað var í gangi fyrr en honum varð litið yfir að búningsklefanum.

Hann segir svo frá því sem hann sá: „Þá streymir kvenfólkið út úr klefanum okkar og við áttum okkur á því að við vorum að nota kvennaklefann!!

Við tókum okkur góðan einn og hálfan tíma að vega og meta stöðuna og safna kjarki til að fara í afgreiðsluna og biðja um hjálp. Stelpurnar þar voru svo elskulegar að ná í fötin okkar og færa okkur þau í KARLAKLEFANN!!“

Sagan endaði þannig vel og sundlaugarstarfsmennirnir ekkert sérlega undrandi enda víst ekki nýtt að fólk ruglist á klefum!

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.